Um okkur
Hraðsending starfar með það að markmiði að auðvelda íslendingum að gera góð kaup hjá erlendum netverslunum. Við vinnum með stórfyrirtækjum á borð við Fedex og Access USA Shipping til að tryggja gæði þjónustunnar og besta mögulega verð.
Netverslun frá bandaríkjunum hefur aldrei verið auðveldari. Hraðsending er heildarlausn. Við afhendum allar pantanir þínar í einum kassa frá mörgum netverslunum í Bandaríkjunum beint heim að dyrum á Íslandi. Hraðsending leysir þau vandamál sem margir viðskiptavinir lenda í vegna bandarískra vefsíðum sem ekki senda til Íslands, háan sendingarkostnað hjá þeim sem það gera og kostnaðaraukann sem hlýst af því að margar vefverslanir senda eina pöntun í mörgum sendingum. Við auðveldum sameiningu pantana, sendinguna og tollafgreiðsluferla. Með því að gera alla ferla sjálfvirka tryggjum við að viðskiptavinir okkar séu alltaf vel upplýstir um allan kostnað og geti fylgst með staðsetningu pantana.
Þegar fram líða stundir er það markmið okkar að veita þessa þjónustu á öðrum mörkuðum utan evrópska efnahagssvæðisins.