Algengar spurningar um flutning til Íslands
Vöruhúsið er í Sarasota í Florida í bandaríkjunum og umboðsaðili Fedex á Íslandi, Icetransport, sér um afhendingu pantana. Skrifstofur okkar eru að Laugavegi 182 en þangað koma aldrei neinar pantanir.
Já. Um leið og þú færð staðfestingarpóstinn þinn með bandaríska heimilisfanginu geturðu byrjað að versla!
Já. þú getur verslað á netinu frá hvaða stað sem er í heiminum og sent pakkana þína á bandaríska heimilisfangið þitt.
Nei. Hraðsending útvegar þér fullkomið heimilisfang og þitt prívat svítunúmer, ekki pósthólf.
Dæmi um heimilisfang:
- Nafn meðlims
- 4289 Express Lane
- Suite ####-###
- Sarasota, FL 34249
Allir bandarískir flutningsaðilar munu geta afhent á þetta heimilsfang.
Þegar þú kaupir frá netverslun í Bandaríkjunum notar þú heimilisfangið í Bandaríkjunum sem við sendum þér. Þetta gerir netversluninni kleift að senda pöntunina þína í vöruhús Hraðsendingar í Sarasota, FL. Í framhaldinu mun Hraðsending senda pöntunina þína á heimilisfangið þitt á Íslandi. Dæmi:
- Nafn: Þitt nafn
- Heimilisfang (lína 1): XXXX Express Lane
- Heimilisfang (lína 2): Suite XXXX-XXX (sláðu inn svítunúmerið þitt hér)
- Borg: Sarasota
- Ríki: Florida eða FL
- Póstnúmer: 34249
Þú finnur heimilisfangið þitt efst í hægra horninu þegar þú skráir þig inn á Hradsending.is.
Þú gætir líka verið beðin/n um „billing address“ þegar þú greiðir í netverslunum. Þá notar íslenska heimilisfangið sem tengist greiðslukortinu þínu.
Alþjóðlegar stærðartöflur:
- Fatastærðir kvenna
- Fatastærðir karla
- Skóstærðir
Það tekur 24 til 48 tíma eftir að pöntun þín berst í vöruhúsið okkar þangað til hún birtist í svítunni þinni. Tölvupósturinn frá okkur gæti hafa lent í ruslpóstssíunni í pósthólfinu þínu. Til að tryggja að þú fáir allar tilkynningar mælum við með að bæta Hradsending.is við lista þinn yfir örugga sendendur. Við sendum þér tölvupóst þegar við tökum á móti pökkum í vöruhúsinu okkar í Florida, þegar sendingar fara frá okkur til þín og vegna annarra mikilvægra tilkynningar.
Ef reikningur fylgir pöntuninni er verðið skráð með því verði sem reikningurinn sýnir og því má ekki breyta. Ef varan berst án reiknings skráir teymið okkar áætlað verð byggt á algengasta verðinu fyrir þessa vöru, en þú getur breytt því ef verðið er annað en það sem þú greiddir þegar þú keyptir vöruna. Ef verðið er óeðlilega lágt munum við biðja þig um upprunalegan reikning.
Persónuvernd viðskiptavina okkar er okkur afar mikilvæg og við gerum ýtrustu kröfur til öryggis allra upplýsinga. Nánari upplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu okkar hér.
Að fá marga pakka frá erlendum netverslunum getur verið mjög kostnaðarsamt. Hraðsending sameinar allar pantanir þínar í einn pakka, sem sparar þér allt að 80% af hefðbundnum sendingarkostnaði. Við reynum alltaf að sameina vörurnar þínar í einn kassa, nema þú óskir eftir öðru. Verðskráin lækkar eftir því sem kassinn þyngist, þannig að það er nánast alltaf til hagsbóta að senda einn stóran kassa frekar en nokkra litla kassa. Vertu viss um að uppsetning sendinga á síðunni okkar sé stillt þannig að sameining eigi sér stað þegar pantanir berast í vöruhúsið okkar. Lestu meira um hvernig sendingarstillingum og tíðni er breytt hér.
Sendingarkostnaður er reiknaður út frá þyngd. Það er reiknivél hér þar sem þú getur prófað mismunandi þyngdir þannig áætlað sendingarkostnaðinn.
Upplýsingar um þyngd og mál vörunnar eru oftast á síðu seljandans. Ef ekki má biðja seljandann um að útvega þær. Þú getur síðan slegið þessar upplýsingar inn í reiknivélina okkar. Einnig getur þú haft samband við þjónustuverið okkar og þau munu aðstoða þig með ánægju.
- Skráðu þig inn.
- Farðu á flipann „Tilbúnar sendingar“ undir „Svítan mín“,
- Hakaðu í kassann hægra megin við hvern pakka sem þú vilt láta senda.
- Smelltu á „Senda“
- Farðu yfir sendingarkostnaðinn
- Smelltu á „Staðfesta“
- Staða sendingarinnar verður nú sýnileg undir „Mínar sendingar“.
Við geymum pantanirnar þínar þar til þú lætur okkur vita að allt sé komið. Þetta gerir okkur kleift að sameina innkaupin í einn kassa. Það lágmarkar sendingarkostnaðinn. Þú færð tilkynningu þegar sendingin þín fer úr vöruhúsinu okkar og ættir að fá hann innan 5 virkra daga auk mögulegs tollafgreiðsluferlis.
Þú getur fylgst með sendingunni þinni undir flipanum „Sendingar“ eftir að þú hefur skráð þig inn. Þú færð einnig tilkynningar á netfangið þitt í hvert skipti sem staða sendingarinnar breytist.
Það er hægt að kaupa tryggingu fyrir kr. 4.000 á hverja kr. 100.000 af verðmæti sendingarinnar. Þó að það sé sjaldgæft að pakkar skemmist eða týnist, mælum við með að þú tryggir sendinguna þína ef eitthvað óvænt gerist. Þú getur valið að hafna tryggingunni við greiðslu. Athugið: Þú getur ekki lagt fram kröfu vegna skemmda eða týndrar sendingar ef þú velur ekki tryggingu. Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuverið ef þú ert með tryggingu og þarft að gera kröfu vegna tjóns.
Tryggingin nær yfir tap eða skemmdir á vörum í sendingunni þinni.
Tryggingin NÆR EKKI yfir innflutningstolla og skatta, innlendan sendingarkostnað eða skemmdir á umbúðum framleiðanda.
Já, ef þú tryggðir sendinguna og ef um er að ræða skemmda eða gallaða vöru erum við með skila- og kröfuferli. Ef varan er ekki skemmd eða gölluð og þú vilt einfaldlega skila henni af öðrum ástæðum fer það eftir skilmálum verslunarinnar þar sem þú keyptir vöruna hvort hægt er að skila henni.
Já. Hraðsending þarf að opna hvern pakka sem kemur í vöruhúsið okkar. Þrautþjálfaðir starfsmenn okkar skoða vörurnar vandlega til að tryggja að þær hafi ekki brotnar í flutningi frá söluaðila. Að auki er tryggt að heimilt sé að flytja vörurnar út frá frá Bandaríkjunum. Einnig geta tollayfirvöld bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi opnað sendingar til að kanna innihald þeirra.
| Tímalengd | Hefðbundin pöntun | Pöntun í yfirstærð |
|---|---|---|
| 1-30 dagar | Frítt | Frítt |
| 31-60 dagar | Kr. 150 á dag | Kr. 250 á dag |
Íslensk yfirvöld leggja toll á sumar vörur en langflestar eru tollfrjálsar. Dæmi um tollfrjálsar vörur eru skór, fatnaður, tölvur, snyrtivörur og verkfæri. Hins vegar er lagður virðisaukaskattur á flestar vörur. Virðisaukaskatturinn er breytilegur eftir vörutegundum en 24% er langsamlega algengast. Til dæmis leggst 24% virðisaukaskattur á skó, fatnað, tölvur, snyrtivörur og verkfæri. Lægra skattþrepið er 11% en þar eru fáir vöruflokkar (aðallega matvörur, vítamín, áfengi og dýrfóður). Á sumar vörur leggst úrvinnslugjald og svo leggst sérstakt áfengisgjald á bjór og vín.
Á vefsíðu Skattsins er mjög góð reiknivél sem sniðugt er að skoða áður en pantað er:
https://www.skatturinn.is/einstaklingar/reiknivelar/tollar-og-innflutningsgjold/
Nei. Virðisaukaskattur og mögulegir tollar eru innheimtir við afhendingu sendingar þinnar. Þessi gjöld eru breytileg og eru ekki innifalin í sendingargjaldinu. Vinsamlegast hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um tolla og innflutningsgjöld. Þú getur einnig skoðað reiknivélina á vefsíðu Skattsins:
https://www.skatturinn.is/einstaklingar/reiknivelar/tollar-og-innflutningsgjold/
Sumar vörur er bannað að flytja til landsins samkvæmt íslenskum lögum þótt hægt sé að panta þær á netinu. Þetta á til dæmis við um dýr og plöntur, lyf til lækninga, eiturlyf og vopn. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Skattsins.
Mikilvægt er að kynna sér reglur um innflutning matvæla og fæðubótarefna til einkaneyslu áður en slíkar vörur eru fluttar til Íslands. Upplýsingar um reglurnar má finna hér:
https://www.mast.is/is/neytendur/inn-og-utflutningur/hvada-matvaeli-ma-taka-med-ser-til-landsins
Við tökum á móti öllum helstu kredit- og debetkortum. Þar á meðal Visa og MasterCard.
Já. Við fylgjum öllum öryggisstöðlum um meðhöndlun greiðslukorta (PCI DSS).
Við styðjumst við kortagengi Arion Banka á bandaríkjadal
Ákveðnar vörur geta verið bannaðar á Íslandi eða óheimilt að flytja þær inn nema með sérstöku leyfi og mögulega vottorði. Á vefsíðu Skattsins er listi yfir þessar vörur:
Ef þú ert ekki viss um hvort vara sé bönnuð, vinsamlegast hafðu samband við okkur áður en þú pantar.