Sími: 539-3991
Netfang: hjalp@hradsending.is
íslenska English

Þjónustan

Þrjú einföld skref:

1. Skráðu þig:

Frí skráning veitir aðgang að heimilisfangi í skattfrjálsu ríki í Bandaríkjunum. Strax í framhaldinu færðu tölvupóst með þínu bandaríska heimilisfangi.

2. Verslaðu:

Verslaðu þekkustu vörumerkin á besta verðinu og sendu allar pantanir á heimilisfangið. <a class="link" href="/is/stores/">Hér</a> geturðu skoðað uppáhaldsverslanir viðskiptavina okkar. Þú getur líka notað bandaríska heimilisfangið til að senda persónulega muni heim til Íslands.

3. Við komum með vörurnar:

Við látum vita þegar pantanirnar koma í vöruhúsið okkar. Þú lætur okkur vita þegar allt er komið og við sameinum allar pantanirnar þínar í einn pakka, sendum til Íslands, tollafgreiðum og keyrum heim að dyrum! Þú getur líka látið senda stakar pantanir.

Ódýrasta leiðin að kaupa frá mörgum vefverslunum.

Einn pakki – alvöru sparnaður

Sameining pantana

Þegar þú pantar frá fleiri en einni verslun (eða ef verslun sendir pöntunina þína í mörgum hlutum eða frá mörgum stöðum) geymum við vörunar í vöruhúsi okkar þar til allar pantanir þínar hafa borist. Þá endurpakkar og sameinar pökkunarteymið okkar innkaupin í einn kassa. Þetta getur sparað allt að 80% af sendingarkostnaði.

Upplýsingar um sendingar

Engin óvænt sendingargjöld. Allur sendingarkostnaður er innifalinn fyrirfram við greiðslu þegar þú sendir pakkann af stað með okkur og byggist á heildarþyngd.

Inn og útflutningsreglur

Skoðaðu listann okkar áður en þú verslar til að tryggja að þú sért ekki að kaupa vöru sem ekki má flytja út frá Bandaríkjunum eða flytja inn til Íslands.